George Bountakis

George Bountakis Judo þjálfari Sjálfsvörn Martialarts

Þjálfari Júdófélags Suðurlands

George Bountakis er 6. Dan í júdó og hefur áratuga reynslu af judo þjálfun og kennslu. Að loknu judo námi í Grikklandi og Japan tók hann BSc gráðu í íþróttafræðum með judo sem sérgrein frá Cambridge háskóla í Bretlandi árið 2016.

George lauk síðan doktorsnámi í íþróttafræðum frá Hertfordshire háskóla fyrr á þessu ári, með júdó sem sérgrein.

Hann var einn af landsliðsþjálfurum Grikklands um árabil auk þess sem hann þjálfaði landsliðkeppendur frá Grikklandi, Wales og Stóra-Bretlandi fyrir Ólympíuleika.
Ein af nemendum hans var Ioulietta Boukouvala sem náði að vinna til fjölda gullverðlauna á sterkustu júdómótum heims Ioulietta BOUKOUVALA / IJF.org.

Þá hefur Bountakis búið til sérhæft kennsluefni í Wales fyrir júdóþjálfara til kennslu fyrir börn og unglinga.
Hann þjálfaði einnig lögreglu og sérsveitir hersins í Grikklandi og verða slíkar sérhæfðar æfingar í boði á næstunni hjá júdódeild Suðurlands.Þ